Rokkland

Neil Young - Homegrown ofl

Við ætlum koma víða við í þessum fyrsta Rokklandsþætti eftir sumarfrí og heyra heilmikið af nýrri músík sem hefur verið koma út undanfarna daga með fólki eins og Volcanova, Sólstöfum, The Clockworks frá Galway á Írlandi, Ariönnu Ferro, Angurværð, Kristínu Sesselju og Sigríði Guðnadóttur.

Við rifjum líka upp þá tíma þegar Birthday Sykurmolanna var smáskífa vikunnar í NME og Melody Maker í Bretlandi í sömu vikunni um þetta leiti árið 1987. Og svo rifjum við líka upp tónleika Bjarkar á Roskilde Festival sumarið 2007 - heyrum þrjú lög með henni þaðan.

En byrjum á Neil Young sem sendi frá sér fertugustu hljóðversplötuna í sumar, plötu sem átti upphaflega koma út fyrir 45 árum árum síðan, en var semsagt koma út núna. Hún heitir Homegrown og Neil segir sjálfur hún týndi hlekkurinn milli Harvest, Comes a time og Harvest moon.

Birt

23. ágúst 2020

Aðgengilegt til

25. ágúst 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir