Rokkland

Egó - Breyttir tímar

Bubbi Morthens kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir 40 árum síðan með fyrstu plötunni sinni- Ísbjarnarblús sem fjölmiðlar og háskólaprófessorar kölluðu Gúanórokk á þeim tíma. Í Kjölfarið eða eiginlega á sama tíma varð hljómsveitin Utangarðsmenn til sem starfaði hratt og örugglega í eitt og hálft ár eða þar um bil, gaf út fjórar plötur - litlar og stórar - spilaði c.a. 300 sinnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu.

Utangarðsmenn gerðu allt vitlaust - þeir og Bubbi voru stjörnur unglinganna á Íslandi - Friðrik Þór gerði heimildamyndina Rokk í Reykjavík í raun um Bubba og kraftinn í kringum hann - það hefðu átt vera Utangarðsmenn, en þeir voru hættir - þeir ráku Bubba í raun úr hljómsveitinni síðla sumars 1981 - en Bubbi - stærsta - LANG-stærsta poppstjarna landsins á þeim tíma lét það ekki slá sig út af laginu og stofnaði bara nýja hljómsveit - hún fékk nafnið EGÓ og Egó varð á svipstundu vinsælasta hljómsveit landsins - er þetta ekki nokkurn vegin rétt strákar - gestir Rokklands í dag eru þeir Bubbi og bassaleikari Egósins fyrsta árið- Þorleifur Guðjónsson.

Birt

7. júní 2020

Aðgengilegt til

9. júní 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir