Rokkland

Jet Black Joe - Jet Black Joe 1992

22. okóber 1992 kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Jet Black Joe - platan Jet Black Joe.

Þessir fimm ungu menn úr Hafnarfirði (að mestu) sem skipuðu sveitina urðu þjóðþekktir á svipstundu - það vissu allir af Jet Black Joe - allir strákar og allar stelpur og foreldrar þeirra líka - músíkin höfðaði til breiðs hóps. Jet Black Joe spilaði Rokk með stóru R-i og hálfgert hipparokk.

Þeir vor kornungir þessir strákar, flestir 17 og 18 ára en einn 22ja - gítarleikarinn og aðal lagasmiðurinn Gunnar Bjarni Ragnarsson.

Þeir spiluðu um allt land - slógu í gegn, gerðu þrjár plötur á stuttum tíma og hættu svo mörgum óvörum vegna þess áhuginn fyrir Jet Black Joe var talsverður í útlöndum og margir trúðu því innilega Jet Black Joe yrði heimsfræg hljómsveit. En það varð ekki. Amk. ekki enn.

Þeir Páll Rósinkranz söngvari og hjómborðsleikarinn Hrafn Thoroddsen hlusta með okkur í Rokklandi í dag á fyrstu plötu Jet Black Joe og segja okkur sögur.

Birt

24. maí 2020

Aðgengilegt til

26. maí 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir