Rokkland

Dave Greenfield og Stranglers

Þeir falla eins og dægurflugur tónlistarmennirnir um þessar mundir og bara á einni viku hafa þrír merkir tónlistarmenn fallið frá. Florian Schneider úr Kraftwerk, gríðarlega merkilegur og áhrifamikll tónlistarmaður sem þeir félagar Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson fjölluðu um í skemmtilegum Víðsjárþætti á Rás 1 í vikunni. Florian lést reyndar 21. apríl en það var ekki sagt frá því fyrr en í vikunni sem leið. Little Richard sem er einn af stóru frumkvöðlum rokksins lést núna í gær. Hann náði 87 ára aldri. Hann var með krabbamein eins og Florian Schneider. Það verður fjallað um LIttle Richard í Rokklandi eftir viku. En í þættinum í dag ætla ég fjalla um þriðja manninn sem féll frá í vikunni sem leið. Hann lést 71 árs aldri síðasta sunnudag, hét Dave Greenfield og hann var hljómborðsleikari The Stranglers. Það verður skautaðyfir feril Stranglers í þættinum í dag.

Við heyrum líka í Margréti Eir, en fyrsta platan hennar kom út á Spotify í vikunni, skemmtileg kóverlagaplata sem heitir Meir. Og svo heyrum við líka nokkur lög af annari kóverlagaplötu sem bandaríska tónlistarkonan Joan As Policewoman var senda frá sér og heitir Cover Two.

Birt

10. maí 2020

Aðgengilegt til

12. maí 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir