Rokkland

Fiona Apple og Lucinda Williams

Það eru tvær frábærar tónlistarkonur sem voru í aðalhlutverki í Rokklandi dagsins. Þær voru báðar senda frá sér stórfínar plötur og önnur þeirra er meira segja með hæstu einkun í gagnrýni sem nokkur plata hefur fengið á Metacritic síðan það vefsvæði, sem tekur saman gagnrýni allstaðar að, var sett á laggirnar. Platan e hreinlega með 100 í einkun - fullt hús! Platan heitir Fetch the Bolt Cutters og er með bandarísku tónlistarkonunni Fiona Apple. Við heyrum lög af henni í þættinum og skoðum plötuna aðeins.

Hin tónlistarkonan er Lucinda Williams, 67 ára gömul, var senda frá sér sín bestu plötu segja margir. Hún heitir God Souls Better Angels og við heyrum af henni i seinni hluta þáttarins.

Bubbi og Funk Harmony Park, Sváfnir Sigurðarson, Nick Cave og Guðný María Arnþórsdóttir koma líka aðeins við sögu.

Birt

3. maí 2020

Aðgengilegt til

5. maí 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir