Rigningardagurinn mikli
Af hverju er alltaf rigning á 17. júní og hvers vegna gerir enginn neitt í því? Frægasta rigning í sögu landsins er án efa sú sem dundi á landsmönnum þegar Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. júní árið 1944. Síðan þá hefur oftar en ekki rignt á þjóðhátíðardaginn og það sett mark sitt á hátíðarhöld. En hvað veldur? Og hvað er til ráða?
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.