Reykjavík 871

Reykjavík 871

Fjallað um landnámssýninguna undir Aðalstræti 16. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, hönnuður sýningarrýmisins, Hjörleifur Stefánsson, arkitekt og verkefnisstjóri, Guðbrandur Benediktsson, deildarstjóri miðlunar hjá Minjasafni Reykjavíkur, Hringur Hafsteinsson, margmiðlari og Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur, greina frá einstökum þáttum sýningarinnar. Þá er brugðið upp hljóðmyndum úr margmiðlun sem gestum gefst kostur á njóta. Viðtölin hljóðritaði umsjónarmaðurinn Arnþór Helgason í Reykjavík og norður á Gásum í júlí 2006.