Reisubók Gullívers

Reisubók Gullívers

Reisubók Gúllívers (Gullivers Travels) er ein frægasta saga heimsbókmenntanna, kom fyrst út árið 1726. Hún er eftir breska höfundinn Jonathan Swift og er í formi ferðasögu sem mikið var samið af á þessum tíma, en er raunar beisk háðsádeila á samtíðarmenn höfundarins. Gúllíver fer í löng ferðalög til framandi þjóða, lendir í landi dverga, síðan í landi risa og loks í landi hesta. Sögurnar um Gúllíver í Risalandi og Gúllíver í Putalandi hafa orðið afar vinsælar í styttri gerð sem barnasögur og kvikmyndi. Með slíkri meðferð er Jonathan Swift þó tæpast gert rétt til. En er verkið komið út í heild í fyrsta sinn á íslensku, þýtt af Jóni St. Kristjánssyni. Af því tilefni hefur Ásdís Sigmundsdóttir tekið saman tvo þætti þar sem hún gerir grein fyrir höfundinum, ævi hans og viðhorfum og velur brot úr verkinu til lestrar sem dæmi af frásagnarlist Swifts.