Ragga Gísla

Ragga Gísla

Farið verður yfir feril Ragnhildar Gísladóttur í tali og tónum í tveimur þáttum í tilefni af 60 ára afmæli þessarar fjölhæfu tónlistarkonu fyrr á árinu. Meðal hljómsveita sem koma við sögu á viðburðaríkum ferli Röggu eru Grýlurnar, Stuðmenn, Brunaliðið, Lummurnar, Brimkló, The Human Body Percussion Ensemble, Ragga & Jack Magic Orchestra, Human Body Orchestra o.fl. ógleymdum ótal sóló- og samstarfsverkefnum.

Umsjón: Ásgeir Eyþórsson, Gunnlaugur Jónsson og Hulda Geirsdóttir.

Þættirnir eru endurfluttir í tilefni af ferilstónleikum Röggu Gísla í Hörpu.