Rafael - listamaður guðanna

Rafael - listamaður guðanna

Fyrr á árinu voru 500 ár liðin frá dánardægri Raffaello Santi frá Urbino sem heimsbyggðin þekkir einfaldlega sem Rafael. Samtímaheimildir greina frá botnlausum hæfileikum hans, en hann fékk mikilvæg verkefni hjá páfanum í Róm eftir hann kom til borgarinnar árið 1508. Í þættinum verður sagt frá lífshlaupi og verkum Rafaels og áhrifum hans á listasöguna. Umsjón: Guðni Tómasson.