Poppríki Madonnu í 40 ár

Dívan og prímadonnan

Í fjórða og síðasta þætti um poppdrottninguna Madonnu er áhersla á metnað hennar og fagmennsku. Poppstjörnur síðustu áratuga hafa mótað ferla sína og sviðsframkomu fyrirmynd Madonnu sem lagði línurnar með fagmennsku sinni og vandvirkni. Við kynnumst viðskipta- og framleiðendahlið Madonnu og heyrum brot af tónleikaupptökum síðustu ára. Einnig verður stiklað á stóru á tónlist hennar á þessari öld, allt til dagsins í dag.

Birt

29. maí 2022

Aðgengilegt til

29. maí 2023
Poppríki Madonnu í 40 ár

Poppríki Madonnu í 40 ár

Um þessar mundir eru 40 ár eru liðin í ár frá útgáfu fyrstu smáskífu poppdrottningarinnar Madonnu. Af því tilefni fer Birgir Örn Steinarsson yfir tónlistar- og kvikmyndaferil hennar, réttindarbaráttu, einkalíf, sigra og sorgir. Hver þáttur hefur sitt eigið þema sem einkennir listasögu, höfundaverk eða persónuleika hennar.