Plata vikunnar

Ólafur Arnalds - Some Kind of Peace

Platan some kind of peace, er fimmta breiðskífa tónlistarmannsins Ólafs Arnalds og jafnframt hans persónulegasta til þessa. Útkoman er blanda af lágstemmdri nýklassík og viðkvæmu rafpoppi sem ber öll aðalsmerki listamannsins. Auk Ólafs koma meðal annars fram á plötunni breski raftónlistarmaðurinn Bonobo, þýska söngkonan Josin og Jófríður Ákadóttir, einnig þekkt sem JFDR.

Birt

4. jan. 2021

Aðgengilegt til

4. jan. 2022
Plata vikunnar

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.