Orð um lófa - og fingraljóð og um tímaferðalag um Reykjavík
Í þættinum segir Guðrún Hannesdóttir frá nýrri ljóðabók sinni Fingramál og les nokkur ljóð úr bókinni. Upptakan gerð í fögnuði í tilefni útgáfu bókarinnar í bókabúð pennans Eymundsson á Laugavegi 24. nóvember. Þá er í þættinum rætt við Hermann Stefánsson um nýja skáldsögu hans Millibilsmaður þar sem segir frá langafa Hermanns, lækninu og skipulagsmanninum Guðmundi Hannessyni, nefndur Jannes G. Jannesson í bókinni og þátttöku hans í bæjarlífi Reykjavíkur þegar fínasta dægradvölin er fundir með framliðnum, helsta deilumálið sambandið við Danmörku og samanburðarmælingar á líkömum fólks líklegasta aðferðin til að efla hreysti og heilsu þjóða.
Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir
Frumflutt
27. nóv. 2022
Aðgengilegt til
3. des. 2023
Orð um bækur
Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.