Orð um bækur

Orð um barnabækur og tvær útlendar bækur

Í þættinum heyrast brot úr erindum þeirra Sverris Norland og Þórdísar Gísladóttur sem þau fluttu á ráðstefnu um barnabækur sem haldin var í Gerðubergi 5/3 2022 undir yfirskriftinni Allskonar öðruvísi. Þá segir Magnús Guðmundsson frá skáldsöguni Dragðu plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir pólska Nóbelsdverðlaunahafann Olgu Tokarczuk sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar sem einnig er rætt við og lesin brot úr verkinu. Þá er þættinum sagt frá nýrri skáldsögu eftir franska leikskáldið Yasminu Reza, sem kom út í Frakklandi fyrir ári og í þýskri þýðingu fyrir fáeinum vikum. Vitnað er í viðtal þýsku blaðakonunar Irisar Raddich við Yasminu í þýska vikuritinu Die Zeit, sagt frá sögunni, sem heitir Serge, og lesin brot úr henni í snörun umsjónarmanns.

Lesari: Halla Harðardóttir

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir

Birt

21. mars 2022

Aðgengilegt til

27. mars 2023
Orð um bækur

Orð um bækur

Orðanna origami á Rás 1. Hugað öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.