Orð um bækur

Orð um ljóð um stígvélaðan kisu og sögur um illa gerð hús

Í þættinum er þessu sinni rætt við Skúla Pálsson heimspeking og kennara sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Rímur af stígvélakisu með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson. Inn í viðtalið fléttast upptökur úr útgáfuhófi bókarinnar 2. október 2021 þar sem hluti rímnabálksins var kveðinn af kveðöndum úr kveðandahópunum Rímþursar og frenjur sem hefur starfað um nokkra hríð undir strykri stjórn og leiðsögn Dr. Ragnheiðar Ólafsdóttur. Þeir sem hér aðallega heyrast kveða eru Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigrún Hjartardottir, Aðalsteinn Eyþórsson og Hermann Stefánsson.

Þá er í þættinum sagt frá skáldsögunum tveimur sem Norðmenn tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir segir frá bókini, Det uferdige huset - Ófullgerða húsið eftir Lars Amund Vaage og Sunna Dís Másdóttir segir frá nýjjustu skáldsögu Vidisar Hjort Er mor död - Er mamma dáin.

Lesarar eru: Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir

Birt

18. okt. 2021

Aðgengilegt til

24. okt. 2022
Orð um bækur

Orð um bækur

Orðanna origami á Rás 1. Hugað öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.