Orð um bækur

Ný íslensk bók og gömul íslensk bók

Það er farið aldanna á milli um lendur bókmennta og skáldskapar í þættinum. Rætt er við Arndísi Þórarinsdóttur sem nýlega sendi frá sér skáldsöguna Bál tímans þar sem sjálf Möðruvallarbók, skinnhandrit frá þrettándu öld segir sögu sína. Arndís les líka brot úr sögu sinni. Þá er í þættinum rætt við Kjartan Ragnarsson sem nýlega sendi í eigin útgáfu frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber titilinn Here We Are og er eru ljóðin í bókinni öll ort á ensku. Í upphafi þáttarins svo heyra Hauk Ingvarsson lesa brot úr ljóðabálki sínum Úr höfði himinn sem Haukur las á ljóðakvöldinu Apríl er ljúfastur mánaða sem Svikaskáld gengust fyrir í Gröndalshúsi á sumardaginn fyrsta. Ljóðabálkurinn birtist svo í heild sinni í Ljóðabréfi No 4 nýverið.

Birt

3. maí 2021

Aðgengilegt til

8. maí 2022
Orð um bækur

Orð um bækur

Orðanna origami á Rás 1. Hugað öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.