Orð um bækur

Orð um hamingjuna, kraftaskáldskap og rautt skáldahús

Í þættinum rifjaðar upp samkomur tvennra tíma. Annars vegar rifjuð upp útgáfuhátíð í tilefni endurútgáfu ævisögu Látra-Bjargar í nóvember síðastliðnum þar sem var kveðið, leikið á hljóðfæri og framkvæmdur galdur þrátt fyrir enginn mætti mæta nema flytjendurnir. Í þættinum heyrist Ragnheiður Ólafsdóttir kveða tvær vísur Látra-Bjargar, Aðalsteinn Eyþórsson fremja galdur og barokkkvartett strengjasveitarinnar Reykjavík Barokk lék Largokaflann úr strengjakvartett Magdalenu Lombardini Siermen sem var samtímakona Bjargar suður á Ítalíu. Þá heyrum við upptöku sem gerð var þann 29. mars árið 2018. Þá var öldin önnur og hægt halda fjölmenna búrlesk ljóðahátíð í Iðnó í Reykjavík. Í upptökunni heyrist í Gunnari Helgasyni, ljóðskáldunum Jóni Erni Loðmfjörð, Úlfi Fenri Lóusyni, söng - og blaðakonunni Brynhildi Björnsdóttur og Nönnu Gunnarsdóttur eiganda viðburðafyrirtækisins Huldufugl. Eftirfarandii lásu upp ljóð: Úlfur Fenrir Lóuson; Sjón sem las úr Dagbók eldgleypinsins úr bókinni Reiðhjól blinda mannsins frá 198 og ljóðin Sjálfsmynd ; Um gullgerðarmanninn úr sömu bók. Nanna Gunnarsdóttir sagði auk þess frá fyrirbærinu Rauða skáldahúsið. Þá flutti Ragnheiður Erla ljóðið Komdu og ljóðið Stefnumót. Friðrik Pedersen flutti ljóð sitt Myrkrabragur.

lokum var í þættinum rætt við Sigurlaugu Diddu Jónsdóttur ljóðskáld með meiru og hún flutti nokkrar hendingar úr nýrri bók sinni Hamingjan.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir

Birt

29. mars 2021

Aðgengilegt til

10. apríl 2022
Orð um bækur

Orð um bækur

Orðanna origami á Rás 1. Hugað öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.