Orð & ábyrgð: Köld eru kvennaráð
Konan er tálkvendi; Lífshættuleg. Konan er lævís, hefnigjörn, slóttug, stjórnsöm, frek, ákveðin, erfið, húmorslaus og móðursjúk. Konan er lygin.
Það hefur löngum verið vitað:
„Hildigunnur gekk þá fram í skálann og lauk upp kistu sína. Tók hún þá upp skikkjuna þá er Flosi hafði gefið Höskuldi. Í þeirri skikkju hafði Höskuldur veginn verið og hafði hún þar varðveitt í blóðið allt. Hún gekk þá innar í stofuna með skikkjuna. Hún gekk þegjandi að Flosa. Þá var Flosi mettur og af borið af borðinu. Hildigunnur lagði yfir Flosa skikkjuna. Dundi þá blóðið um hann allan.
Hún mælti þá: „Þessa skikkju gafst þú, Flosi, Höskuldi og vil eg nú gefa þér aftur. Var hann í þessi veginn. Skýt eg því til guðs og góðra manna að eg særi þig fyrir alla krafta Krists þíns og fyrir manndóm og karlmennsku þína að þú hefnir þeirra allra sára sem Höskuldur hafði á sér dauðum eða heit hvers manns níðingur ella.“
Flosi kastaði af sér skikkjunni og rak í fang henni og mælti: „Þú ert hið mesta forað og vildir að vér tækjum það upp er öllum oss gegnir verst og eru köld kvenna ráð.““
Öllum orðum fylgir ábyrgð - en hversu mikil? Hvaða máli skiptir það hvað við segjum, hvað við skrifum?
Umsjón: Katrín Ásmundsdóttir.