Ógn að ofan
Haustið 1942 slapp ungur maður á Melrakkasléttu lifandi undan loftárás þýskrar sprengjuflugvélar. Hvað lá að baki árásinni og var þessi atburður einsdæmi? Hvað voru Þjóðverjar að þvælast á norðausturhorninu og var einhvern tímann hætta á stórfelldum árásum á Íslandi? Árni Árnason leitar svara við þessum spurningum og fleirum.