Ó gæfa úteyjanna

Lundaveiðar Eyjamanna

Í fyrsta þætti af þremur er förinni haldið út í Suðurey og Elliðaey, úteyjar sunnan og austan við Heimaey. Í þessum litlu eyjum, sem og á heimalandinu (Heimaey) lifir löng hefð lundaveiða sem rekja aftur til landnáms. Mikil hnignun í lundastofni upp úr síðustu aldamótum leiddi til minnkandi veiði og virtist framtíð veiða tvísýn um tíma. Rætt er við veiðimenn um fortíðina, veiðimenninguna og sýn þeirra á framtíðarveiðar.

Þáttargerð er í höndum Svavars Jónatanssonar.

Birt

21. maí 2022

Aðgengilegt til

22. maí 2023
Ó gæfa úteyjanna

Ó gæfa úteyjanna

Úteyjar Vestmannaeyja og mikilvægi þeirra er viðfangsefni þriggja þátta. Fjallað er um hina löngu hefð lundaveiða í úteyjum, vísindarannsóknir og loks ferðamennsku sem byggir miklu leyti á fuglaskoðun þessa einkennisfugls Vestmannaeyja.

Umsjón: Svavar Jónatansson.