„Nú er tími tún að slá"

„Nú er tími tún að slá"

Fjallað er um heyskap í íslenskum skáldskap og söngvum. Meðal annars er flutt hljóðritun af laginu „Heyskaparvísur“ eftir Bjarna Þorsteinsson, en lagið hefur ekki verið hljóðritað áður svo vitað sé. Lesið verður upp úr sögunum „Þurrkur“ eftir Einar H. Kvaran og „Sjálfstætt fólk“ eftir Halldór Laxness og einnig ljóð og ljóðabrot eftir Jónas Hallgrímsson, Júlíönu Jónsdóttir, Kristján frá Djúpalæk, Nínu Björk Árnadóttir og Pál J. Árdal. Einnig er flutt brot úr endurminningum Guðbjargar Jónsdóttur á Broddanesi sem segir frá því hvernig henni og vinkonu hennar tókst lesa spennandi sakamálasögu um leið og þær rökuðu heyið. Flutt verður tónlist eftir Sigurð Þórðarson, Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Kagtrín Ásmundsdóttir.