Nóvember '21
Pétur Pétursson fjallar um atburði sem áttu sér stað í nóvember 1921, sem tengjast Ólafi Friðrikssyni verkalýðsforingja og ritstjóra. Þættirnir voru upphaflega á dagskrá 1982, en voru styttir og endurfluttir 1995. Rætt er við um 100 manns í þáttunum.
Lesarar: Karl Guðmundsson, Þorbjörn Sigurðsson, Steindór Steindórsson og fleiri.
Höfundur handrits, umsjón og sögumaður: Pétur Pétursson.
Höfundur upphafs- og lokastefs: Áskell Másson.
Umsjón með endurgerð: Hreinn Valdimarsson og Klemenz Jónsson.