Móses og Jón Taylor

Goðsögnin um sjálfstætt lýðveldi

Í seinni þáttum farið ofan í saumana á þeirri goðsögn, Íslendingar hafi stofnað einhvers konar sjálfstætt lýðveldi í Kanada. – Lesari í þáttunum er Sigrún Ágústsdóttir.

Birt

29. jan. 2012

Aðgengilegt til

16. maí 2022
Móses og Jón Taylor

Móses og Jón Taylor

Goðsagnir og veruleiki í landnámssögu Íslendinga í Vesturheimi.

Í þáttunum eru skoðaðar ýmsar heimildir um vesturfarir og landnám Íslendinga í Kanada. Þáttaröðin dregur nafn af Jóni Taylor sem var sérkennilegur maður, prédikari og trúboði, og hefur verið talinn sem leiddi Íslendinga til fyrirheitna landsins eins og Móses Ísraelsmenn. Þegar nánar er gætt kemur öllu veraldlegri mynd í ljós. Þessi maður hafði umsjón með landnámi af hálfu Kanadastjórnar og var kanadískur embættismaður. Hann er nefndur Móses Taylor í hinni vinsælu vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar og er lirík persóna þar. Annars hafa íslenskir sagnaritarar lítið frá honum sagt, en eignað löndum sínum allan heiður landnámsins. Lesari í þáttunum er Sigrún Ágústsdóttir. Umsjónarmaður er Vigfús Geirdal. Þættirnir voru áður á dagskrá 2003.