• 00:37:05Stjórnmál - Agnar Freyr Helgason
  • 01:00:21Hvalfjarðarsveit - Linda Björk Pálsdóttir
  • 01:20:48Hamingjan - Kristín LInda Jónsdóttir

Morgunvaktin

Stjórnmálin að ná nýju jafnvægi, Hvalfjarðarsveit og hamingjan

Hafa íslensk stjórnmál náð jafnvægi eftir kúvendinguna frá 2008? Leita þau aftur í sama farið eða eru einhverjir hlutir varanlega breyttir? Íslenska kosningarannsóknin leitast við svara ýmsum spurningum um kosningahegðun okkar, og liggja fyrir ýmsar niðurstöður eftir síðustu kosningar. Agnar Freyr Helgason, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði frá.

Umfjöllun Morgunvaktarinnar um hamingjuna heldur áfram í dag. Í síðustu viku heyrðum við um skilgreiningar á hamingju og veltum fyrir okkur hvað við getum gert til verða hamingjusamari. Í dag spyrjum við; hvað geta ráðamenn gert betur til skapa okkur skilyrði til hamingjuríkrar tilveru? Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur ræddi þessi mál við okkur.

Og svo er það lífið og tilveran í Hvalfjarðarsveit. Í sveitarfélaginu búa rúmlega sjö hundruð manns, ýmist í sveitinni eða þéttbýliskjarnanum Melahverfi. Þar eru Akrafjall og Skarðsheiðin, Grundartangi og Glymur, en þótt sveitarfélagið dragi nafn sitt af Hvalfirðinum er hann ekki nema hálfur innan marka þess. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri sagði frá menningu og mannlífi í Hvalfjarðarsveit.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Walkin after midnight ? Patsy Cline

Your latest trick ? Dire Straits

Upp í sveit - Brimkló

Láttu þér líða vel - Stjórnin

Birt

23. júní 2022

Aðgengilegt til

21. sept. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.