Morgunvaktin

Aðgerðir stjórnvalda til góða en meira þarf til

Vöruverð hefur hækkað undanförnu og vextir þokast upp. Í síðustu viku kallaði Alþýðusambandið eftir aðgerðum stjórnvalda til bregðast við til létta fólki róðurinn. Daginn eftir tilkynnti ríkisstjórnin um mótvægisaðgerðir. Við ræddum stöðu efnahagsmála við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands.

Borgþór Arngrímsson var líka með okkur og sagði frá því sem er efst á baugi í Danmörku þessa dagana. Varnarmál, skandall í þekktum skóla og stærri bílastæði komu við sögu.

var tíðin tugir matvöruverslana voru á Akureyri; þær voru í íbúðahverfunum og jafnvel tvær í sömu götu. Minjasafnið á Akureyri fjallar um þá tíma upp með ljósmyndum og sögum úr búðunum; mjólkin var á flöskum, ýsuflakið afgreitt í dagblaði og krakkarnir máttu kaupa nammi fyrir afganginn. Við rifjuðum þetta upp í dag þegar Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi við Harald Þór Egilsson og Hörð Geirsson frá Minjasafninu á Akureyri.

Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Svante's lykkelige dag - Povl Dissing og Benny Andersen

Hilsen til forårssolen - Povl Dissing og Benny Andersen

Kling klang - Dátar

Jarðarfarardagur - Savanna tríóið

Birt

11. maí 2022

Aðgengilegt til

9. ágúst 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.