Morgunvaktin

Málefni fatlaðra neðarlega á loforðalistum

Viðskiptabankarnir þrír högnuðust samanlagt um rúma 14 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Arðsemi Landsbankans var lökust en vaxtamunur hans er minni en hinna bankanna. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir árshlutauppgjörin í spjalli um efnahag og samfélag.

Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason meðal annars frá heimsóknum þýskra ráðamanna til Kænugarðs og úrslitum fylkiskosninganna í Slésvík-Holtsetalandi; þar hlutu Kristilegir demókratar mjög góða kosningu en Jafnaðarmenn fengu á baukinn.

Frambjóðendur til sveitarstjórna í kosningunum á laugardaginn setja ekki málefni fatlaðra á oddinn. Það segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Sveitarfélögin hafa annast málaflokkinn í rúman áratug og standa sig misvel hennar sögn.

Tónlist:

You belong to me - Carla Bruni,

Með hækkandi sól - Systur,

Línudans - Ellen Kristjánsdóttir,

Ich hab noch einen Koffer in Berlin - Marlene Dietrich.

Birt

10. maí 2022

Aðgengilegt til

8. ágúst 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.