Morgunvaktin

Grunnskólar betur settir í stórum sveitarfélögum

25 ár eru liðin frá því grunnskólar landsins færðust af forræði ríkisins til sveitarfélaga. Ýmislegt hefur breyst á aldarfjórðungi. Hvað hefur áunnist með þessum breytingum og hvað hefur ekki gengið nógu vel? Gerður G. Óskarsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri Reykjavíkur, kom á Morgunvaktina og ræddi um nýja grein um málið. Mörg sveitarfélög geta hreinlega ekki haldið utan um rekstur grunnskóla svo vel sé.

Þegar er fjöldi flóttamanna frá Úkraínu kominn til landsins og enn er von á fleira fólki. Akureyrarbær er undirbúa komu fólks til bæjarins og ýmsu er hyggja eins og Anna Marit Níelsdóttir, forstöðumaður félagsþjónustusviðs Akureyrarbæjar, sagði frá því í samtali við Önnu Þorbjörgu Jónasdóttur fréttamann.

Borgþór Arngrímsson var líka með okkur í þættinum í dag og sagði frá því sem er efst á baugi í Danmörku um stundir. Við sögu komu meðal annars kínverskar eftirlitsmyndavélar og kínverskar pöndur.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar voru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Vögguvísa í húsi farmannsins - Diddú og Valgeir Guðjónsson

Land míns föður - Samkór Rangæinga

Þegar ég sigli - Diddú og Valgeir Guðjónsson

Lyse nætter - Alberte

Uppboð - Valgeir Guðjónsson

Birt

27. apríl 2022

Aðgengilegt til

26. júlí 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.