• 00:34:53Þórður Snær Júlíusson
  • 00:59:32Arthúr Björgvin Bollason
  • 01:19:56Kristín Hjálmtýsdóttir

Morgunvaktin

Musk, Steinmeier og Rauði krossinn

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, rakti feril auðmannsins Elon Musk en hann er ríkasti maður heims samkvæmt lista Forbes. Auður hans er einkum tilkomin vegna Teslu og SpaceX. hefur Musk keypt rúmlega 9% hlut í samfélagsmiðlinum Twitter við litla hrifningu ýmissa. Hann hafnaði boði um setjast í stjórn félagsins og boðar óvinveitta yfirtöku.

Arthúr Björgvin Bollason sagði frá pólitískri umræðu í Þýskalandi varðandi ákvörðun forseta Úkraínu um taka ekki á móti þýskum starfsbróður, Frank Walter Steinmeier. Ástæðan eru tengsl hans við Rússland, ekki síst varðandi lagningu gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands. Friðargöngur voru haldnar um páskana í um 120 borgum og bæjum Þýskalands en þær hafa verið haldnar þar árum saman.

Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, fór yfir störf Rauða krossins þegar kemur móttöku flóttafólks og fjölgun þeirra undanfarnar vikur. Flestir sem koma hingað eru frá Úkraínu og hefur almenningur tekið vel í styðja við bakið á komu þeirra. Vegna ákvörð­unar dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrr á árinu um fram­lengja ekki samn­ing við Rauða kross­inn um rétt­ar­að­stoð og tals­manna­þjón­ustu fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd hefur öllum lög­fræð­ingum félags­ins verið sagt upp störf­um og hætta þeir síðustu um mánaðamótin. Þetta þýðir verkefnið er komið í hendur Útlendingastofnunar.

Tónlist:

That's the way it should have been - Tammy Wynette, Loretta Lynn og Dolly Parton,

Hjarta mitt - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson,

Mambó - Haukur Morthens og

I say a little prayer - Aretha Franklin.

Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

19. apríl 2022

Aðgengilegt til

18. júlí 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.