• 00:30:38Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir - Alþingi
  • 00:53:25Gísli Tryggvason - kosningar og afturvirk lög
  • 01:14:20Gunnar Salvarsson - Bítlarnir

Morgunvaktin

Kjörbréf þingmanna, afturvirkni laga og Bítlarnir

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir stöðuna á Alþingi en á tíunda tímanum í gærkvöldi samþykkti meirihluti þingmanna kjörbréf þingmanna í öllum kjördæmum. Fastlega er gert ráð fyrir ríkisstjórn verði kynnt um helgina og frumvarp til fjárlaga verði lagt fram á þriðjudag. Þann sama dag verði kosið í nefndir þingsins og forseti Alþingis.

Gísli Tryggvason lögmaður rýndi í álit og tillögur kjörbréfanefndar og segir mjög vel hafi verið vandað til verka í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar. Hann hafði frekar átt von á því kosið yrði nýju í Norðvesturkjördæmi þegar hann kom á Morgunvaktina fljótlega eftir þingkosningar í september vegna þess möguleika sem var á eiga við kjörgögnin í kjördæminu. Það samdóma álit flestra sitthvað athugavert hafi verið við vörslu gagnanna. Gísli telur greinargerðirnar sem voru unnar af kjörbréfanefndinni verði nýttar við undirbúninginn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ekki búið fara með málið þangað, aðeins boða það verði gert. Í viðtalinu við Gísla var einnig rætt um afturvirkni laga en Gísli er með slíkt mál fyrir Landsrétti þar sem tekist er á um kannabisleifar í þvagi og breytingu á umferðarlögum þar sem það er ekki refsivert.

Gunnar Salvarsson er mikill Bítlaaðdáandi og hann fjallaði um nýja þáttaröð Bítalana. Fyrsti þátturinn af þremur var sýndur á efnisveitunni Disney+ í gær. Þættirnir eru gerðir úr efni sem tekið var upp þegar hljómsveitin var við æfingar og upptökur á síðustu plötunni sinni; Let it be, í janúar 1969. Gunnar var lengi blaðamaður og útvarpsmaður og fjallaði mikið um tónlist og gerir enn. Hann gerði meðal annars þáttaraðirnar Bítlatímann sem var á dagskrá Rásar 1 í sumar og í fyrra.

Tónlist: Julia, I Will, I Me Mine, Please please me og Something með Bítlunum.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

26. nóv. 2021

Aðgengilegt til

24. feb. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.