• 00:33:55Þórður Snær Júlíusson - efnahagsmál
  • 00:57:22Arthúr Björgvin Bollason - Covid í Þýskalandi
  • 01:17:45Hjálmar W. Hannesson

Morgunvaktin

Efnahagsmál, Covid í Þýskalandi og Sameinuðu þjóðirnar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir helstu atriði Peningamála en Seðlabanki Íslands gaf ritið út í síðustu viku, sama dag og peningastefnunefnd bankans hækkaði meginvexti um 0,5 prósentur. Hækkun fasteignaverðs er ein helsta skýring þess verðbólgan er en hún mældist 4,5% í október og hefur verið yfir 4% frá áramótum. Verðbólgumarkmið seðlabankans er 2,5% og er ekki gert ráð fyrir það markmið náist fyrr en á fjórða ársfjórðungi næsta árs. Þórður Snær kom inn á arðgreiðslur Arionbanka og fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis. Eins endurgreiðslur námslána og afsláttur sem er veittur á uppgreiðslu gamalla lána.

Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um fjölgun kórónuveirusmita í Þýskalandi og nýsamþykkt sóttvarnalög. Mjög misjafnt er eftir fylkum landsins hversu hátt hlutfall smita er og um leið hversu margir hafa þurft leggjast á sjúkrahús. Arthúr Björgvin sagði jafnframt frá afmælistónleikum þýska söngvaskáldsins Wolfs Biermann en hann varð 85 ára í síðustu viku.

Hjálmar W. Hannesson, fyrrverandi sendiherra Íslands, var í tæp sex ár fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann sagði hlustendum Morgunvaktarinnar frá sögu og starfi Sameinuðu þjóðanna en föstudaginn 19. nóvember voru 75 ár liðin frá því Ísland varð aðili Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar kom meðal annars inn á starf Flóttamannamiðstöðvar og hafréttarmálin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hjálmar segir New York höfuðborg heimsins í hans huga en þetta hafi hann aldrei sagt á meðan hann starfaði í utanríkisþjónustunni. Hann var fastafulltrúi hjá þegar Ísland sótti um aðild öryggisráðinu og hafði ekki erindi sem erfiði eftir Tyrkland og Austurríki höfðu betur við atkvæðagreiðslu í allsherjarþinginu árið 2008.

Tónlist: Miss you með Rolling Stones, Streets of Philadelphia með Bruce Springsteen og Die Stasi-Ballade með Wolfs Biermann.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

23. nóv. 2021

Aðgengilegt til

21. feb. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.