Morgunvaktin

Félagslegir þættir og loftslagsmál, Lundúnaspjall og félagsráðgjöf

Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur og dósent við háskólann í Malmö, hefur rannsakað hvernig ríkisstofnanir á Norðurlöndunum og Evrópusambandið vinna með félagslega þætti eins og kyn, stétt, búsetu og fleira þegar kemur stefnumótun í loftslagsmálum og hvernig hægt draga úr kolefnisspori almennings. Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokks Svíþjóðar, bar einnig á góma í viðtalinu en umboð hennar til ríkisstjórnarmyndunar er renna út síðar í dag.

Sigrún Davíðsdóttir spjallaði um bresk stjórnmál og stjórnmálaleiðtoga í Lundúnaspjalli dagsins. Jafnframt um nýútkomna bók eftir Leu Ypi en hún er prófessor við London School of Economics. Bókin, Free; Coming of Age at the End of History, fjallar um æsku hennar í Albaníu en Ypi er fædd árið 1979.

Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi félagsmálastjóri Reykjavíkur, hlaut nýverið heiðursviðurkenningu norrænu félagsráðgjafarháskólanna. Hún var með fyrstu félagsráðgjöfunum á Íslandi en hún lærði í Danmörku og kom til starfa hér á landi árið 1969. Málefni félagsþjónustunnar eru henni hugleikin og segir Lára því miður fátækt og fordómar en við lýði í samfélaginu. Hún segir mikinn sparnað fólgin í því veita þeim sem þurfa á stuðningi halda góða þjónustu.

Nauðsynlegt valdefla þá sem þurfa á aðstoðinni halda. Ýmislegt hefur áunnist hvað varðar notendastýrða þjónustu fatlaðra á undanförnum árum sögn Láru. Lára var sæmd gullmerki Landsamtakanna Þroskahjálpar 1995 og hlaut Rósina 2011, hvatningarverðlaun samtakanna og fjölskyldu Ástu B. Þorsteinsdóttur. Þá var Lára sæmd fálkaorðu forseta Íslands 17. júní 2016, riddarakross fyrir störf á vettvangi velferðar og félagsþjónustu og málefnum fatlaðs fólks.

Píanósónata nr. 16 í c dúr í flutningi Víkings Heiðars Ólafssonar, Into my arms með Nick Cave and the Bad Seeds og Söngur hjartans með Diddú.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

22. nóv. 2021

Aðgengilegt til

20. feb. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.