Morgunvaktin

Stúdentafélag Reykjavíkur, Saif Gaddafi og þunglyndi

Tryggvi Agnarsson formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, fór yfir sögu félagsins sem fagnar 150 ára afmæli um þessar mundir. Félagið var stofnað til efla samheldni og auka framfarahug námsmanna og beitti það sér fyrir mörgum framfaramálum á sínum tíma. Á tímamótunum hvetur félagið til þess Hegningarhúsið við Skólavörðustíg verði gert fullveldisgarði; sögusafni um fullveldisbaráttuna. Eins leggur félagið rækt við íslenska tungu.

Vera Illugadóttir, sagði sögu Saif al-Islam Gaddafi en hann er sonur harðstjórans Muammar Gaddafi sem ríkti með harðri hendi í Líbíu um árabil. Saif sækist eftir því leiða landið og stefnt er forsetakosningum í Líbíu á aðfangadag. Það er enn óvíst hvort þær fara fram þann dag þar sem þeim hefur ítrekað verið frestað og eins óvíst hvort Saif er kjörgengur.

Richard Eirikur Tæhtinen, lektor við sálfræðideild Háskólans á Akureyri, hefur rannsakað þunglyndiseinkenni hjá fólki sem stundar íþróttir. Hann var gestur Óðins Svans Óðinssonar, fréttamanns RÚV á Akureyri.

Tónlist: People get ready með Evu Cassidy, Nisyan með Ahmed Fakroun og Svo björt og skær í flutningi kvartetts Reynis Sigurðssonar.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

17. nóv. 2021

Aðgengilegt til

15. feb. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.