Morgunvaktin

Matarsóun, flugfargjöld og pólitíkin í dag

Þorsteinn Ingi Víglundsson, forstjóri ThorIce, ræddi matarsóun og umhverfismál en fyrirtæki hans, ThorIce, var tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Lausnir fyrirtækisins miða kæla hraðar og spara orku og um leið bæta gæði hráefnisins, svo sem sjávarfangs og kjúklings og draga þar með úr matarsóun.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fjallaði í ferðaspjalli um aukagjöld sem fylgja flugfargjöldum, svo sem töskugjöld og sætisgjöld. Eins um aukið flugframboð Ryanair og ásókn í ferðalög til Bandaríkjanna.

Willum Þór Þórsson, starfsforseti Alþingis, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, fóru yfir pólitíkina, ríkisstjórnarmyndun og hvenær þing komi saman en 48 dagar eru liðnir frá kjördegi. Það þarf gerast í síðasta lagi 4. desember og á Willum von á það gerist fljótlega. Þorbjörg telur þetta hafi tafist allt of lengi mynda ríkisstjórn. Heilbrigðismálin og Covid voru einnig rædd sem og staðan í Norðvestur-kjördæmi og störf undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa.

Tónlist: Waves með Mezzoforte og Coles Corner með Richard Hawley.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

12. nóv. 2021

Aðgengilegt til

10. feb. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.