Morgunvaktin

Þing Norðurlandaráðs, bresk málefni og seinni heimstyrjöldin

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þriggja alþingismanna sem sitja þing Norðurlandaráðs sem hófst í Kaupmannahöfn í dag og stendur til fimmtudags. Kórónuveiran og afleiðingar hennar eru helsta umræðuefnið á þinginu í ár en tekist var um fjárhagsáætlun Norðurlandaráðs áður en þingið hófst þar sem ákveðnir flokkahópar hótuðu fella fjárhagsáætlunina á þinginu vegna þess til stóð færa hluta af fjármunum sem renna í menntun og menningu yfir í græn verkefni. Oddný segir samkomulag hafi náðst fyrir nokkrum dögum, samkomulag sem allir hópar eru sáttir við. Ef fjárhagsáætlunin hefði verið felld þá væri það í fyrsta skipti síðan 1952 sem það gerist.

Sigrún Davíðsdóttir fór yfir fjárlög bresku ríkisstjórnarinnar sem voru kynnt í síðustu viku í Lundúnapistli dagsins. Hún ræddi fyrirhugaðar skattahækkanir og aukin ríkisumsvif í Bretlandi og er það einkum heilbrigðiskerfið sem fær innspýtingu á komandi ári. Eins báru loftslagsmálin á góma enda var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, sett í Glasgow í gær.

Magnús Þór Hafsteinsson þýðandi kom á Morgunvaktina og ræddi nýja bók, Vítislogar, heimur í stríði 1939-1945, sem breski blaðamaðurinn Max Hastings skrifaði. Magnús Þór þýddi bókina og fór yfir sögusviðið og störf Hastings. Magnús Þór segir ekki útilokað slík heimstyrjöld geti brotist út nýju og eitt af því mikilvægasta til koma í veg fyrir það upplýsa og uppfræða um skelfilegar afleiðingar stríða.

Tónlist: Fiðlaravísa og Nina í flutningi karlakórsins Svana frá Akranesi. Costa Kalundborg og Midsommarsangen með Sjúbídúa.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

1. nóv. 2021

Aðgengilegt til

30. jan. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.