Morgunvaktin

Lífeyrissjóðir, bækur og fíkniefni

Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri, Landssamtaka lífeyrissjóða, segir eftir loftslagsráðstefnuna í París 2016 hafi tekið gildi breytingar á lögum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. er gerð krafa um lífeyrissjóðir setji sér siðferðileg viðmið í fjárfestingarstarfseminni. Þegar lífeyrissjóðir fjárfesta skoða þeir innviði félaga sem fjárfesta á í, meðal annars með hliðsjón af umhverfismálum, hagsmunum samfélagsins og stjórnarháttum. Eignir lífeyrissjóðanna nálgast 6.500 milljarða króna og einhverjir þeirra eru komnir upp í þak með fjárfestingar í erlendri mynt. Þórey segir farið þrengja fjárfestingarkostnum þeirra og þessi sjónarmið hafi verið rædd á fundi með seðlabankastjóra nýverið.

Arthúr Björgvin Bollason mætti í hljóðver í Efstaleiti en hann er hér á landi vegna útgáfu á þýðingu hans á skáldsögunni Hýperíon eftir Friedrich Hölderlín. Arthúr talaði um bókastefnuna í Frankfurt sem fór fram um síðustu helgi. Tíu ár eru liðin frá því íslenskar bókmenntir voru þar í forgrunni. sögn Arthúrs er grímuskylda enn við lýði í Þýskalandi og hún verður ekki afnumin á næstunni. Nýjar reglur þar lútandi gilda til ársloka.

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, ræddi um framboð og eftirspurn á fíkniefnamarkaði eftir handtöku á kólumbíska fíkniefnabaróninum Dario Antonio Úsuga - öðru nafni Otoniel. Helgi á ekki von á þetta hafi mikil áhrif á framboðið á kókaíni í heiminum, hér gildi maður kemur í manns stað.

Tónlist: Vetrarvísur með Þokkabót.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

26. okt. 2021

Aðgengilegt til

24. jan. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.