Morgunvaktin

Fullar geymslur af pappír

Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns, fór yfir skjalageymslu en í nýlegri skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands um skjalageymslur ríkisins kemur fram umfang pappírsskjala hjá ríkinu hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og ríkisstofnanir noti um 17.000 fermetra til geyma pappírsskjöl. Þörf er á því ríkisstofnanir taki upp rafræna skjalavörslu svo hægt stöðva þessa þróun en pappírsskjölin eru oft útprent af stafrænu efni. öðrum kosti er óvíst hversu mikið þarf af skjalageymslum til rúma allt þetta magn skjala.

Vera Illugadóttir fjallaði um olíuskipið F.S.O. Safer sem liggur úti fyrir ströndu hins stríðshrjáða Jemens með fullar lestar af olíu. Skipið er tifandi tímasprengja og eftir því sem dagarnir líða eykst hættan á það sökkvi og olían leki út í Rauðahaf eða það hreinlega spryngi með skelfilegum afleiðingum fyrir lífríki sjávar. Það myndi jafnframt þýða þessi fjölfarna siglingaleið myndi lokast í talsverðan tíma..

Arna Björg Bjarnadóttir nýr verkefnastjóri Glæðum Grímsey var gestur Önnu Þorbjargar Jónasdóttur í hljóðstofu RÚV á Akureyri. Glæðum Grímsey er hluti af áætluninni Brothættar byggðir og hefur verkefniuð verið framlengt til loka næsta árs. Ekkert skólastarf er í Grímsey og segir Arna Björg hugsa verði málið upp á nýtt og ýmsar hugmyndir uppi um hvernig hægt verður taka á þessu og auka líkur á ungt fólk setjist í Grímsey. Verið er opna fyrir umsóknir í frumkvæðissjóð og geta allir sótt um fyrir framtíðarverkefni í Grímsey.

Tónlist: Dagný í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Syneta með Bubbi Morthens og Autumn Leaves með hljómsveit Ingimars Eydals.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

6. okt. 2021

Aðgengilegt til

4. jan. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.