Morgunvaktin

Þjálfarar velja leikmenn ekki stjórn

Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands en bráðabirgðastjórn tók við sambandinu á laugardag. Stjórninni er ætlað starfa fram næsta knattspyrnuþingi sem verður haldið í febrúar. Hún ætlar bjóða sig fram til endurkjörs þá. Vanda segir það hlutverk landsliðsþjálfara velja lið, ekki stjórnar. Núverandi stjórn kom ekki þeirri ákvörðun Aron Einar Gunnarsson yrði ekki valinn í landsliðið núna en það hennar persónulega skoðun meðan mál einstakra leikmanna séu til skoðunar eðlilegt þeir stígi til hliðar.

Sigrún Davíðsdóttir fór yfir gögn, svonefnd Pandóruskjöl, sem upplýst var um í fjölmiðlum í gær. Um er ræða upplýsingar um fjölmarga þjóðarleiðtoga og embættismenn sem og þekkt athafnafólk. Skortur á eldsneyti rataði víða í fjölmiðla í síðustu viku og er rætt um mögulega verði skortur á vörum í Bretlandi næstu vikur.

Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson Pírötum og Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki fóru yfir stöðu mála í pólitíkinni í síðasta hluta þáttarins. Þar á meðal undir­búnings­nefnd kjör­bréfa­nefndar Al­þingis sem kemur saman í dag. Hennar verkefni er meðal annars leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í Norðvesturkjördæmi. Eins ræddu þingmennirnir mögulegar ríkisstjórnir og Njáll Trausti telur eðlilegt hann verði ráðherra ef Sjálfstæðisflokkur fer í ríkisstjórn.

Tónlist: Unforgettable með Gunnari Gunnarssyni og Blueberry Hill með Fats Domino.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

4. okt. 2021

Aðgengilegt til

2. jan. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.