Morgunvaktin

Hrunið, þýsk stjórnmál og laxar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um bók sem er væntanleg í næstu viku um aðdraganda hrunsins en höfundur hennar, Jared Bibler, starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun en sagði upp starfinu skömmu áður en bankarnir féllu. Hann var ráðinn til Fjármálaeftirlitsins til stýra rannsóknum á bankahruninu og í bókinni segir hann meðal annars einhver mál hafi ekki verið rannsökuð til hlítar heldur stungið undir stól. Jafnframt fjallar Jared Bibler um gjaldeyrismarkaðinn eftir hrun og þar hafi ekki alltaf verið farið lögum.

Arthúr Björgvin Bollason segir það geti tekið langan tíma mynda nýja ríkisstjórn í Þýskalandi. er forystufólk Græningja og Frjálslyndra demókrata ræða saman og reyna komast samkomulagi um það sem helst skilur flokkana að. Þegar því verki er lokið kemur í ljós hvort flokkarnir tveir fari í ríkisstjórnarsamstarf með Jafnaðarmannaflokknum eða Kristilegum demókrötum.

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar, fór yfir nýliðið laxveiðisumar og horfur í laxveiðinni næsta sumar. Meðal þess sem er notað við rannsóknir á laxastofninum eru hreistur veiddra laxa en eftir algengara varð veiðimenn sleppi fiski þá hefur sýnum fækkað. Hnúðlax bar einnig á góma í spjallinu.

Tónlist: Pale Blue Eyes með Velvet Underground.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

28. sept. 2021

Aðgengilegt til

27. des. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.