Morgunvaktin

Alþingiskosningar og sameining sveitarfélaga

Greidd verða atkvæði um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á laugardag samhliða kosningum til Alþingis. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangársþings eystra og formaður samstarfsnefndar um Sveitarfélagið Suðurland, kom á Morgunvaktina og fór yfir hvað þessi fimm sveitarfélög; Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur, eiga sameiginlegt. Samanlagt eru þau 15.659 ferkílómetrar stærð eða um 16% af heildarstærð landsins. Ef sameiningin verður veruleika verður til stafrænt ráðhús í Sveitarfélaginu Suðurlandi.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hefur annast undirbúning Alþingiskosninganna í Reykjavík en hún er verkefnastjóri kosninga á skrifstofu borgarstjórnar. Yfir 90 þúsund manns, eða rúmur þriðjungur allra, eru á kjörskrá í Reykjavík og mikill undirbúningur sem liggur baki framkvæmd kosninga. Í Reykjavík eru fimm nýir kjörstaðir: Frostaskjól, Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli. Eitt af markmiðum borgarstjórnar Reykjavíkur er langflestir kjósendur getir gengið á kjörstað, greitt atkvæði og gengið heim á 30 mínútum. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir fór yfir ýmis atriði tengd kosningunum á laugardag.

Nýverið kom út bókin Hlutabréf á heimsmarkaði - eignastýring í 300 ár og komu höfundar bókarinnar, Sigurður B. Stefánsson og Svandís R. Ríkarðsdóttir á Morgunvaktina en þau hafa mikla og langa reynslu af fjármálamörkuðum. Í bókinni er meðal annars horft til sögunnar og um leið dreifingu áhættu þegar fjárfest er á verðbréfamörkuðum.

Tónlist: In a sentimental mood með John Coltrane og Duke Ellington, Grand Central með Cannonball Adderley og Everybody?s Talkin í flutningi Harry Nilssons.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

23. sept. 2021

Aðgengilegt til

22. des. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.