Morgunvaktin

Ekki trúa öllu sem þú sérð á netinu

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, segir mun minna beri á því upplýsingaóreiðu dreift á samfélagsmiðlum fyrir þingkosningarnar í ár heldur en var árin 2016 og 2017. Bæði hefur árvekni fólk aukist og strangari reglur tekið gildi um birtingu á slíku efni á samfélagsmiðlum eins og Facebook. Ísland á aðild alþjóðlegu samstarfi þar um og gerir Facebook kröfur um auglýsendur birti ýmsar upplýsingar um sig þegar auglýsingar eru keyptar á miðlinum. Hægt er sjá þessar upplýsingar með því fara inn á Ad Library á Facebook og flett þar upp á auglýsingum tengdum kosningum. Fjölmiðlanefnd stendur fyrir árvekniátakinu Stoppa, hugsa, athuga með stuðningi frá Facebook og beinist átakið upplýsingum á samfélagsmiðlum og víðar á netinu í aðdraganda kosninga. Markmið átaksins er fólk til staldra við og velta fyrir sér upplýsingum áður en það myndar sér skoðun eða skrifar athugasemdir og deilir upplýsingunum áfram á netinu.

Vera Illugadóttir fjallaði í þættinum á dráp á íranska vísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh en hann var drepinn 27. nóvember í fyrra. Talið er ísraelska leyniþjónustan, Mossad, hafi staðið á bak við drápið og í nýlegri umfjöllun New York Times segir Mossad hafi komið fyrir sérsmíðaðri fjarstýrðri vélbyssu í vegkanti í Íran en vopninu var stjórnað frá Ísrael og það notað til drepa helsta kjarnorkuvísindamann Írans.

Ágúst Ólafsson fréttamaður RÚV á Akureyri ræddi við Ágúst Torfa Hauksson, framkvæmdastjóra Kjarnafæðis/Norðlenska og formanns Landssamtaka sláturleyfishafa, um afurðaverð til bænda. Afurðastöðvarnar gætu hagrætt í rekstri og borgað bændum betur ef stjórnvöld slökuðu á kröfum til þeirra. Sláturtíðin er í fullum gangi víða um land.

Tónlist: You've got a friend með James Talyor og Carol King, Koreyshim með írönsku söngkonunni Pari Zangenel og Julia með Bítlunum.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

22. sept. 2021

Aðgengilegt til

21. des. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.