Morgunvaktin

Heimilisofbeldi ekki skráð

Hingað til hefur heimilisofbeldi ekki verið skráð sem komuástæða í sjúkraskrárkerfum og því ekki hægt kalla fram tölfræðilegar upplýsingar á einfaldan máta. Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól gera tillögur til úrbóta á fyrirkomulagi móttöku þolenda heimilisofbeldis í heilbrigðisþjónustunni leggur til þessu verði breytt sem og ýmsu öðru er lýtur þjónustu og móttöku þolenda heimilisofbeldis. Drífa Jónasdóttir afbrotafræðingur fór yfir tillögur hópsins og það sem betur mætti fara í þættinum. Hún kom einnig inn á tilkynningar skóla til barnavernda ef grunur leikur á barn búi við ofbeldi. Bogi Ágústsson fjallaði um stöðu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, en hæstiréttur Brasilíu hefur fyrirskipað rannsókn á honum vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Bogi fór einnig yfir nýlega niðurstöðu hæstaréttar Mexíkó um lög sem banna þungunarrof brjóti gegn stjórnarskrá landsins. Fyrirhugaðar þingkosningar í Þýskalandi og Noregi voru einnig til umfjöllunar í Heimsglugga dagsins. Borgþór Arngrímsson rabbaði um stöðu varnarmálaráðherra Danmerkur sem er sakaður um hafa misnotað aðstöðu sína með því þiggja far með skipi sem tilheyrir varnarmálaráðuneytinu í þeim helsta tilgangi ræða við kjósendur. Borgþór talaði einnig um merkan fornleifafund, vindmyllur og hesta í Danmörku.

Tónlist: Ain't got no - I got life með Ninu Simone. Min dörr står öppen í flutningi Arja Saijonmaa og Costa del Sol í flutningi C.V. Jörgensen.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

9. sept. 2021

Aðgengilegt til

8. des. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.