Morgunvaktin

Eystrasaltsríkin sjálfstæð í 30 ár

Fjórir af hverjum tíu sálfræðingum hafa íhugað hætta vegna álagsins í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sýnir könnun sem sálfræðinemarnir Karítas Ólafsdóttir og Snæfríður Birta Hreiðarsdóttir gerðu. Þær sögðu frá niðurstöðunum.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, spjallaði um ferðamál en samtalið hófst á rabbi um sigur Svía gegn Spánverjum í undankeppni HM í fótbolta í gær og fréttum af endurkomu Abba.

Eistland, Lettland og Litháen hafa verið sjálfstæð í 30 ár. Af því tilefni rakti Valur Gunnarsson sagnfræðingur sögu landanna og þjóðanna sem þau byggja en hann hefur ferðast um löndin og kynnt sér lífið þar.

Tónlist:

Zorba?s dance - Mikis Theodorakis,

Ef ég væri ríkur - Róbert Arnfinnsson,

Undir stóra steini - Sigurður Guðmundsson,

Hvert örstutt spor - Diddú,

Vegbúinn - KK.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

3. sept. 2021

Aðgengilegt til

2. des. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.