Morgunvaktin

Allt bendir til stjórnarskipta í Noregi

Hvernig er þjónusta Reykjavíkurborgar við aldraða og hvernig er líklegt hún verði í framtíðinni? Þau mál voru rædd við Berglindi Magnúsdóttir, skrifstofustjóra öldrunarmála á velferðarsviði borgarinnar, en málaflokkurinn hefur verið mikið til umfjöllunar undanförnu.

Kosið verður til norska Stórþingsins 13. september. Bogi Ágústsson fór yfir stöðuna í stjórnmálunum í Noregi og kosningabaráttuna með Herdísi Sigurgrímsdóttur stjórnmálafræðingi sem býr í Noregi. Allt bendir til stjórnarskipti verði og Jonas Gahr Store leiðtogi Verkamannaflokksins taki við embætti forsætisráðherra af Ernu Solberg, formanni Hægriflokksins.

Borgþór Arngrímsson rabbaði um dönsk málefni. Danskt samfélag opnast upp á gátt í næstu viku þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar verður aflétt, var meðal efnis.

Tónlist:

Into my arms - Nick Cave,

Leaving earth - Astro quartett,

I al slags vejr - Povl Dissing.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

2. sept. 2021

Aðgengilegt til

1. des. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.