Morgunvaktin

SÁÁ verður af háum fjárhæðum en tók mannúðina fram yfir peninga

Spilafíkn er mikið böl, eins og önnur fíkn, og við hana glíma býsna margir. Spilakassar eru umdeildir og eftir því var tekið þegar SÁÁ sagði sig frá rekstri slíkra kassa, en við það urðu samtökin af nokkrum tekjum. Var þetta heillaskref? Já, segir Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, sem kom til okkar og ræddi um spilafíkn og aðra fíkn, ganginn í meðferðarstarfinu og ýmislegt fleira.

Dauði Filipusar drottningarmanns í Bretlandi hefur vakið upp umræðuna um það hvernig ásýnd krúnunnar kemur til með breytast þegar Elísabet drottning deyr. Drottningin er elskuð og dáð en ríkisarfinn sonur hennar nýtur ekki alveg sömu vinsælda. Sigrún Davíðsdóttir sagði okkur frá þessu máli, og öðrum, í Lundúnaspjalli vikunnar.

Hisbolla-hreyfingin í Líbanon hefur sett mark sitt á lífið og tilveruna fyrir botni Miðjarðarhafs. Samtökin voru stofnuð 1982 og eru bæði stjórnmálaafl og hersveit og höfuðóvinurinn eru Ísraelsmenn. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir sagði frá Hisbolla í spjalli um málefni Mið-Austurlanda.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Hilsen til forårssolen - Povl Dissing

Birt

19. apríl 2021

Aðgengilegt til

18. júlí 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.