Morgunvaktin

Gorbatsjov ekki hlýlega minnst í heimalandinu

Fremur rólegt var í stjórnmálunum í vikunni og störf Alþingis fóru fram án teljandi átaka. Ríkisstjórnin stendur sterkt vígi samkvæmt nýrri könnun Gallup og nýtur talsvert meira fylgis en stjórnarflokkarnir hver um sig. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður rabbaði um pólitíkina.

Mikail Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, varð níræður á mánudag. Af því tilefni ætlum við ræða um Gorbatsjov, umbrotatímana sem hann leiddi Sovétríkin í gegnum og áhrif hans á heimsmálin og söguna. Albert Jónsson, sem var sendiherra Íslands bæði í Rússlandi og í Bandaríkjunum, og auk þess lengi ráðgjafi stjórnvalda í utanríkismálum.

Það er líf og fjör í jarðfræðitímunum í framhaldsskólunum þessa dagana líkt og í jarðskorpunni sjálfri á Reykjanesskaganum. Já, hræringarnar og hugsanlegt eldgos gera námið eflaust enn meira spennandi en venjulega og kennarinn fær óvænt í hendur lifandi kennsluefni. Við spjölluðum um jarðfræðikennslu í jarðskjálftahrinu við Anný Grétu Þorgeirsdóttur, jarðfræðikennara í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

Tónlist:

Tunglið mitt - Hildur Vala Einarsdóttir

Wind of change - Scorpions

Birt

5. mars 2021

Aðgengilegt til

3. júní 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.