Morgunvaktin

Eldri borgarar vilja á þing

Málefni eldri borgara voru á dagskrá Morgunvaktarinnar. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, ræddi eitt og annað er viðkemur þessum fjölmenna þjóðfélagshópi. Hún sagði m.a. fólk úr hennar röðum hefði áhuga á skipa sæti ofarlega á framboðslistum fyrir Alþingiskosningarnar í haust enda þyrfti þingið endurspegla samfélagið.

Bólusetning gegn covid-19 gengur vel í Bretlandi og hafa um 17 prósent þjóðarinnar fengið fyrri sprautu. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir framkvæmdina í Lundúnaspjalli dagsins. Stjórnvöld fólu konu nafni Kate Bingham annast framkvæmdina en hún hefur unnið í sprotafjárfestingum, m.a. á sviði líftæknilyfja.

Saga Mjanmar er öðrum þræði saga átaka og óeiningar. Vera Illugadóttir stiklaði á stóru í um 30 alda sögu samfélagsins í þessu stóra landi sem er í fréttum vegna valdaráns hersins.

Tónlist:

Danza de la Moza Donosa - Colette Maz,

Eitthvað undarlegt - Ríó tríó,

Tiny Dancer - Elton John.

Birt

8. feb. 2021

Aðgengilegt til

9. maí 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.