Morgunvaktin

Samskipti hafa áhrif á allt líf okkar

Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um breytingar á stjórnarskránni á Alþingi í vikunni. Hún var ánægð með umræðurnar og sagðist fyllast bjartsýni. Víst er ekki deila allir hinir flokksleiðtogarnir þeirri bjartsýni. Og svo voru sóttvarnalög samþykkt í þinginu í gær. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá þessu og fleiru úr pólitíkinni.

Michelle Roosevelt Edvards stefnir enn ótrauð á hefja flug milli Íslands og Bandaríkjanna undir merkjum Wow. Hún ítrekaði fyrri yfirlýsingar þar um í Kveik í gærkvöldi. Engin merki eru þó um hún hafi færst nær flugtaki en hún var þegar hún keypti eignir úr þrotabúi Wow í september 2019. Við röbbuðum um þetta í ferðaspjallinu eftir Morgunfréttirnar. Kristján Sigurjónsson sagði líka frá því innan ferðaskrifstofa úti í heimi gætir nokkurrar bjartsýni á hægt verði ferðast til Íslands innan fárra mánaða og svo fjallaði hann um áhrif ferðamannaleysisins á verslun í landinu.

Við höfum rætt svolítið um samskipti, ekki síst í umræðum um stjórnmál undanfarna daga. En hvernig eigum við almennt í samskiptum hvert við annað? Erum við til fyrirmyndar eða er margt sem betur mætti fara? Hvernig getum við tamið okkur góða samskiptahætti? Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er hjúkrunarfræðingur, rithöfundur og fræðikona sem er höfundur Samskiptaboðorðanna. Hún ræddi við okkur um góð samskipti.

Tónlist:

Smile - Bell, Quint og Aznavoorian

Smile - Nat King Cole

Aquarius - The Fifth Element

Birt

5. feb. 2021

Aðgengilegt til

6. maí 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.