Morgunvaktin

Samfélagsmiðlar leiða saman ólíka hópa

Vextir eru lágir um þessar mundir og hagstætt taka lán. Á dögunum gaf ríkissjóður út skuldabréf fyrir 117 milljarða króna og vextirnir: Þeir eru núll! Ávöxtunarkrafa er hins vegar 0,117% Og þrátt fyrir kaupendur bréfanna, eða lánveitendurnir, fitni ekki af þessum kjörum voru þeir ólmir í lána Íslandi. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór í saumana á þessu með okkur. Launamunur kynjanna og peningaþvætti voru einnig á dagskrá í spjalli dagsins um efnahag og samfélag.

Við ræddum um pólitíska umræðu á Morgunvaktinni í gær, og svolítið um hlutverk samfélagsmiðla í pólitískri umræðu. Samfélagsmiðlar hafa verið í brennidepli undanfarin misseri - fyrst vegna skorts á aðgerðum til stemma stigu við fölskum upplýsingum og óreiðu og svo vegna aðgerða sem þeir hafa gripið til, eins og banna Donald Trump Bandaríkjaforseta. Við veltum við því fyrir okkur hversu langt málfrelsið nær með Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðingi.

Víða um heim er erfitt átta sig á stöðu mála í bólusetningum - nýjar fréttir virðast berast nánast daglega af ýmist minni eða meiri framleiðslugetu ýmissa framleiðenda. Svona er ástandið meðal annars í Þýskalandi, en það ber þess líka merki þar eru kosningar fram undan. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu og fleiru í Berlínarspjalli dagsins.

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir eru umsjónarmenn Morgunvaktarinnar.

Tónlist:

But beautiful - Stan Getz og Bill Evans

Birt

2. feb. 2021

Aðgengilegt til

3. maí 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.