Morgunvaktin

Ófærðin hefur áhrif á samfélagið allt

Þingfundir hófust á mánudag eftir jólaleyfi og síðustu daga hafa mörg viðamikil mál verið á dagskrá. Við nefnum sölu á hlut í Íslandsbanka, stuðning við einkarekna fjölmiðla, stjórnarskrána og rammaáætlun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður var með okkur og sagði frá þingstörfum vikunnar.

Nýverið komst upp um mikið hneyksli í hollenskri stjórnsýslu; þúsundir voru á löngu tímabili sakaðar um hafa svikið háar fjárhæðir út úr barnabótakerfinu og gengið var hart fram við endurheimta féð. Á daginn kom málið var vitleysa og stjórnmálamönnum, embættismönnum og sérfræðingum til skammar. Rutte forsætisráðherra baðst lausnar fyrir ríkisstjórnina en hún mun starfa fram kosningum í mars. Edward H. Huijbens býr í Hollandi. Hann fór yfir málið og sitthvað fleira hollenskt.

Ferðalög milli landa eru með allra minnsta móti þessa dagana. Við sáum það best í gær þegar ekkert farþegaflug var um Keflavíkurflugvöll. Heimurinn er í hálfgerðum dvala. En hvers vænta með hækkandi sól? Það ræðst auðvitað af þróun heimsfaraldursins og bólusetningum en samkvæmt athugun evrópska ferðamálaráðsins er mestur ferðahugur í Pólverjum. Kristján Sigurjónsson sagði okkur frá þessu og fleiru í ferðaspjalli.

Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var á línunni en veður er vont fyrir norðan og gult ástand taka gildi. Meira og minna hefur verið ófært alla vikuna.

Birt

22. jan. 2021

Aðgengilegt til

22. apríl 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.