Morgunvaktin

Ekki nógu góð mæting í krabbameinsskimanir

Sérfræðiráð á vegum landlæknis vill hætta skimunum fyrir brjóstakrabbameini hjá 40 til 49 ára konum, en heilbrigðisráðherra ákvað í vikunni fresta slíkum breytingum eftir mikla gagnrýni. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði er formaður skimunarráðs, sem lagði breytingarnar til, og hann kom á Morgunvaktina til útskýra þessi mál.

Hreyfing er okkur mikilvæg. Það verður ekki of oft sagt. Fjölmargir hafa um árabil sótt líkamsræktarstöðvarnar reglulega og stælt vöðva, liðkað sig og bætt þol. stóri hópur gladdist á miðvikudag þegar stöðvarnar opnuðu á eftir langa lokun. Margir aðrir hlaupa, ganga, hjóla eða synda staðaldri, eða gera Mullersæfingarnar. Fyrir ekki svo mörgum árum þóttu þeir svolítið skrítnir sem lögðu þetta á sig en í dag þykjum við hin - sem ekki púlum og puðum - frekar skrítin. Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu kom í þáttinn.

Við vorum í háloftunum í ferðaspjallinu með Kristjáni Sigurjónssyni, ritstjóra Túrista. Hið norska Norwegian dregur saman seglin og hættir flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og nýjar kröfur um covid-próf fyrir fólk sem ætlar vestur um haf, verða á dagskrá.

Tónlist:

Love is here and now you're gone - The Supremes

Where did our love go - The Supremes

You keep me hangin on - The Supremes

You can't hurry love - The Supremes

Birt

15. jan. 2021

Aðgengilegt til

15. apríl 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.